Um okkur

Stofnendur FairGame

Öll þau sem eiga ungmenni í íþróttum þekkja af eigin raun hversu erfitt það getur verið að stappa stálinu í barn sem hefur nýlega tapað enn einum leiknum ... og tapað stórt

Það er til betri leið til að setja upp mót þannig að krakkarnir okkar fái tækifæri til að mæta mótherja við hæfi, í stað þess að tapa stórt eða vinna stórt, engum til gagns eða þroska.

Þetta er sú áskorun sem varð kveikjan að FairGame.

Jón Levy - CTO

  • Fótbolta- og frjálsíþróttapabbi
  • Núverandi kappleikjastjóri Reycup
  • Svarta belti í Taekwondo
  • 5 ár með götubörnum í Mexíkó að þjálfa Taekwondo
  • Stofnandi samtakanna Kóder.is (síðar rann inn í Skemu)
  • Hönnuður og forritari að sprotaverkefninu FIS (Fight Information System) árið 2014.
  • Forritari hjá SideLine Sports
  • Team lead hjá RÚV og innleiðing á helstu kerfum í skýið
  • 20 ára reynsla í hugbúnaðarþróun hjá fjölda fyrirtækja
  • 4 ára reynsla af skýjaþjónustum
  • Núverandi teymisstjóri í rekstrar- og þróunarteymi Stafræns Íslands (island.is)

Jóhannes Ólafur - CEO

  • Körfubolta- og rafíþróttapabbi 
  • MBA frá Háskóla Íslands - 2021 
  • 25 ára reynsla í upplýsingatækni og þar af síðustu 7 ár með áherslu á skýja rekstur
  • Kennt námskeið í HR og NTV um DevOps skýja fræði 
  • Byggði upp alþjóðleg teymi hjá Wuxi NextCode 2017-2020 og Controlant 2020-2023 
  • Leiddi uppbyggingu á skýja umhverfi sem var undirstöðuatriði fyrir þeim árangri sem Controlant náði í vöktun á bóluefnum Pfizer
  • COO hjá Andes og núverandi öryggis og ferla stjóri (CISO) sameinaðs félags Andes og Prógramm 
Share by: